Stork
greece lithuania lithuania france france belgium germany austria iceland finland uk

Tilraunaverkefni 1

Sannvottun yfir landamæri fyrir rafræna þjónustu
Learn More About Stork
Stork

Inngangur

Viðfangsefni tilraunaverkefnisins er að gera borgara í einu aðildarríki mögulegt að tengjast núverandi beintengdri opinberri þjónustu í öðru aðildarríki. Borgarar munu nota sín eigin rafræn auðkenningarskilríki sem gefin eru út í þeirra landi til að fá aðgang að þessari þjónustu.

Sannvottun yfir landamæri fyrir rafræna þjónustu

Í tilraunaverkefninu eru núverandi þjónustuveitur í Austurríki, Eistlandi, Portúgal og Þýskalandi tengdar við grunngerð STORK. Jafnframt mun Limosa vefsetrið í Belgíu verða tengt við grunngerðina.

Í tilraunaverkefninu verða notuð rafræn auðkenni gefin út í Austurríki, Belgíu, Eistlandi og Portúgal. Jafnframt verða notuð rafræn skilríki á íslenskum debet kortum og í farsímum í Eistlandi.

Notkunardæmi

Íbúi í Þýskalandi hyggst ráða sig í starf í Belgíu. Þjóðverjinn þarf að uppfylla ákvæði sem krafist er í Belgíu til að fá atvinnuleyfi þar. Limosa vefsetrið veitir þessa þjónustu fyrir þá sem geta auðkennt sig á rafrænan hátt. Þjóðverjinn getur skráð sig inn á Limosa vefsetrið með því að staðfesta kennsl sín á rafrænan hátt með þýsku skilríkjunum sínum. Notandinn stjórnar algjörlega hvaða gögn eru sótt í opinberar skrár og hvaða upplýsingum er miðlað til vefseturs Limosa. Þar sem Limosa getur treyst sannvottuninni á þýska íbúanum þá er mögulegt að veita betri og skilvirkari þjónustu.

Persónuvernd, öryggi og friðhelgi þegnanna hafa grundvallarþýðingu fyrir tilraunaverkefnið.

Markmið tilraunaverkefnisins

Megin markmið verkefnisins er að efla starfandi þjónustuveitur til að prófa og staðfesta að rafræna þjónusta í nokkrum Evrópulöndum virkar yfir landamæri. Tilraunaverkefnið mun:

  • Staðfesta með prófunum að það sé mögulegt að útfæra tæknilega samvirkni á milli rafrænnar þjónustu í einu aðildarríki og grunngerð rafrænna auðkenna í öðru aðildarríki með grunngerð STORK. Í tilraunaverkefninu mun svörun notenda verða notuð til að bæta sameiginlegar skilgreiningar STORK verkefnisins.
  • Sýna fram á að sameiginlegu skilgreiningarnar séu nægjanlega sveigjanlegar og skalanlegar til að grunngerðin geti stutt margar og mismunandi þjónustuveitur í Evrópu.
  • Prófa og útfæra umgjörð fyrir traust með því að tengja þjónustuveitur sem krefjast mismunandi öryggisstigs við auðkenningu.
  • Staðfesta með prófunum að borgarar geti notað mismunandi rafræna auðkenni til að fá aðgang að þjónustu yfir landamæri.
  • Meta hversu auðvelt er að tileinka sér og nota rafræna auðkenningarþjónustu yfir landamæri.
Spurningablöð