Stork
iceland austria uk

Tilraunverkefni 2

SaferChat - öruggara spjall fyrir
börn og unglinga á Internetinu

Learn More About Stork
Stork

Inngangur

Það er mjög mikilvægt fyrir börn og unglinga að þeim sé gert kleift að nota Netið til samskipti við jafningja sína án þess að eiga á hættu að fullorðnir einstaklingar geti nálgast þau í vafasömum tilgangi. Tilraunaverkefnið er í höndum ungmennaráða Netöryggismiðstöðva og valdra bekkja grunnskóla á Íslandi og í Austurríki. Í SaferChat verkefninu mun þetta unga fólk vinna að gerð jafningjafræðsluefnis í Moodle, sem er vinsæl hugbúnaðarlausn fyrir rafrænt námsumhverfi, en það hefur verið sett upp og tengt við grunngerð STORK. Nemendur og kennarar frá þátttökulöndum munu geta skráð sig inn í námsumhverfið með rafrænum skilríkjum og unnið þar saman að verkefnum, deilt skjölum og notað spjallrásir, með það að markmiði að búa til jafningjafræðsluefni um öruggari og jákvæða netnotkun.

SaferChat - öruggara spjall

Netið bíður upp á frábæra möguleika til þess að vera í sambandi við fólk, hvort sem er til afþreyinga eða við vinnu. Spjallvefir, blogg, tölvupóstur og félagsnetsíður auðvelda mjög samskipti milli fólks um allan heim.

Netið getur hinsvegar verið notað í vafasömum tilgangi, m.a. til þess að nálgast ungt fólk í vafasömum tilgangi eða til að stela persónuupplýsingum.

Það er því mikilvægt að kanna vel alla möguleika sem gera umhverfi og samskipti ungs fólks á Netinu öruggari, eins og gert er í verkefninu SaferChat.

Moodle, sem er opið námsumsjónarkerfi, verður notað sem vinnu- og spjallsvæði fyrir þá sem taka þátt í tilraunaverkefninu. Yfir milljón manns nota Moodle í yfir 200 löndum. Innan STORK hefur verið þróuð viðbót við Moodle sem gerir mögulegt að loka fyrir aðgang að skilgreindum svæðum og krefja notendur um að „sýna“ rafræn skilríki áður en opnað er fyrir aðgang. Þessi viðbót les og sannreynir skilríki milli landa og getur t.d. athugað hvort að aldur viðkomandi sé í samræmi við skilyrði spjallsíðu áður en viðkomandi fær aðgang.

Notkunardæmi

Í tilraunaverkefninu eru fengnir nemendur og kennara frá mismunandi Evrópulöndum til þess að prófa notkun rafrænna skilríkja yfir landamæri. Hver þátttakandi notar rafræn skilríki sem eru á snjallkortum, meðal annars á debet kortum, eða á símakortum í farsímum. Nokkrir skólar frá sitt hvoru landinu munu vinna saman að verkefni tengdu Netöryggi. Viðkomandi kennarar koma sér saman um verkefni út frá tillögum frá skipuleggjendum en stýra innihaldi þeirra og nánari efnistökum. Í þeim skólum sem taka þátt gæti verkefnið átt vel við lífsleikni og/eða upplýsingatækni (sem dæmi).

Nemendur og kennarar fá sem verkefni að fræðast og fjalla um Netöryggi og reyna á hagnýtan hátt að nota öryggisbúnað eins og rafræn skilríki. Aldur þeirra nemenda sem taka þátt er annars vegar 14 til 16 ára og hins vegar 16 til 18 ára. Ætlunin er að rafrænu skilríkin muni tryggja að aðeins þeir sem eru á þessu aldursbili komist inn á vefsvæði nemendanna.

Markmið tilraunaverkefnisins

Megin markmið verkefnisins er að setja upp og prófa virkni rafrænna skilríkja á Netinu í vel skilgreindu verkefni þar sem hagur notanda er skýr.

Tilraunaverkefnið mun prófa þær tæknilegur lausnir sem þróaðar eru innana STORK verkefnisins á spjallrásum og í samstarfi við ungt fólk sannreyna hvort lausnin feli í sér „öruggara spjall“ fyrir ungt fólk á aldrinum 14 til 18 ára. Tilraunaverkefnið mun styðja við markmið STORK með því að

  • leyfa nemendum og kennurum að nota rafræn skilríki í samskiptum milli landa,
  • prófa lausnina í raunverulegu verkefni þar sem notendur gefa álit sitt á virkni lausnarinnar innan síns lands og á milli landa,
  • vera í samskiptum við önnur verkefni innan Evrópusambandsins, sérstaklega INSAFE, netverk þeirra þjóða sem starfa á Netöryggisáætlun Evrópusambandsins, og eTwinning, til þess að auka líkur árangri og sýnileika verkefnis, og
  • útbúa opna lausn sem auðvelt er að aðlaga að þörfum þeirra Evrópulanda sem áhuga hefðu og auka líkur á að verkefnið lifi og þróist áfram.
Spurningablöð
   
Einfalt formÍtarlegt form
   
Austria Austria
Iceland Iceland


Samþætt þjónusta STORK
Stork Stork