Stork
portugal lithuania estonia france netherlands spain germany iceland uk

Tilraunaverkefni 6

ECAS samþætting

Stork

Inngangur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rekur margskonar upplýsingakerfi sem krefjast sannvottunar á notendum við innskráningu. Þetta er safn kerfa sem spanna allt frá þjónustu til að styðja samskipti á milli aðildarríkja, eins og Upplýsingakerfi innri markaðarins (IMI), til þjónustu sem styður rekstur framkvæmdastjórnarinnar, eins og vefgátt þátttakenda í rannsóknarverkefnum framkvæmdastjórnarinnar. Sannvottunarkerfi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission Authentication System – ECAS) veitir þjónustu fyrir hluta af þessum kerfum. Með því að samþætta STORK við ECAS verður mögulegt að nota rafræn auðkenni gefin út í aðildarríkjunum til að fá aðgang að þessum kerfum.

Markmið

STORK tilraunaverkefnið „ECAS samþætting” miðar að því að efla rafræna þjónustu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með því að nota rafræn auðkenni frá aðildarríkjunum.

Tilraunaverkefnið er unnið í náinni samvinnu á milli STORK og DIGIT.

Útfærsla

Tilraunaverkefnið er í tveimur fösum. Í fyrri fasanum verður gert mögulegt að sannvotta notendur í STORK fyrir innskráningu í CIRCABC. CIRCABC er kerfi sem styður samstarfshópa með miðlun skjala og upplýsingum í afmörkuðu vinnusvæði. Markmið með þessum fasa er að öðlast reynslu af samþættingu STORK-ECAS í kröfuhörðu umhverfi sem þó er ekki of flókið né mikilvægt í starfsemi.

Þegar reynsla hefur fengist með CIRCABC í fyrri fasanum, þá verða fleiri kerfi tengd. Meðal kerfa sem koma til greina eru eftirfarandi:

  • Upplýsingakerfi innri markaðarins (The Internal Market Information System - IMI) sem styður samskipti á milli mismunandi stjórnsýslustiga í aðildarríkjunum.
  • Vefgátt þátttakenda vegna styrkja í 7. rammaáætlun Evrópubandalagsins (FP7).
  • CITL-skrár (The Community Independent Transaction Log) fyrir viðskipti með losunarheimildir.
  • eJustice vefgáttin, stórverkefni í ICT-PSP til stuðnings samstarfs í dómsmálum.

Notendahópar

Notendahópar eru mismunandi eftir kerfum. Þeir notendur sem miðað er við eru opinberir starfsmenn (IMI, eJustice), starfsmenn fyrirtækja og stofnana (CITL, FP7 gáttin), eða bæði (CIRCABC).

Áhrif

Tilraunaverkefnið mun bæta þægindi notenda með því að gera þeim kleyft að nota sín eigin rafrænu auðkenni. Tilraunverkefnið mun jafnframt samstilla öryggi kerfanna með fjöl-þátta sannvottun og auðkennum sem staðfest eru í aðildarríkjunum.

Tímalína

Tilraunaverkefnið hófst í september 2010.

Samstarfsaðilar

Austurríki, Belgía, Eistland, Frakkland, Ísland, Ítalía, Portúgal, Slóvenía, Spánn, Þýskaland og Directorate-General for Informatics (DIGIT).

Programme

Upplýsingatækniáætlun Evrópusambandsins (ICT) undir Samkeppnis- og nýsköpunaráætluninni (CIP).

Frekari upplýsingar

STORK: http://www.eid-stork.eu/
ECAS: https://webgate.ec.europa.eu/cas/
ICT-PSP: http://ec.europa.eu/ict_psp

Verkefnisstjórn / tengiliður

Graz University of Technology, Austria